Flutningur xml lýsigagna


Ef lýsigögnin eru nú þegar fyrir hendi á xlm formati, er hægt að flytja xml skrá lýsigagna inn í Lýsigagnagáttina. Þá velur maður Import new record:

 

Þá er hakað við Upload a file from your computer og svo smellt á Choose or drop resource here til að velja xml skrána, eða hún dregin yfir. Hægt er að fara með skráninguna í gegnum validate ferlið á þessu stigi, en það er valkvæmt. Þetta er hægt að gera síðar. Hægt er að vinna í skráningunni þegar xml skjalið er komið yfir í Landupplýsingagáttina.

Hafa þarf í huga að ef þessi leið er valin þá getur verið að upplýsingar vanti sem gert er ráð fyrir í sjálfgefna skráningarforminu. Þessum upplýsingum er hægt að bæta við í xml sjónarhorninu, en það gæti reynst flókið.


Til baka í Lýsigagnagátt