WMS og WFS tengingar


 

Dæmið sem hér er sýnt eru lýsigögn fyrir IS 50V Samgöngur. Þegar skráningin sem er sýnd á myndinni hér fyrir ofan er sett í ritham, þá lítur þessi hluti svona út (er uppi til hægri á skráningarforminu):

 

Ef ekkert er búið að tengja er listinn tómur en til að tengja við mismunandi tegundir af tengdu efni er smellt á plúsinn við hlið Associated resources. Í þessum kafla verður einungis fjallað um wms eða wfs þjónustur. Þegar smellt er á plúsinn þá birtist þessi listi:

 

Velja Add document (eg. overview, file, web link). Ef tengja á WMS/WFS þjónustur, eru skrefin þessi:

Merkja við Add link
FunctionInformation
Protocol: Hér kemur upp listi möguleika og velja þarf það sem við á. Í dæminu hér er verið tengja við wms eða wfs þjónustu og því er valið OGC-WMS Web Map Service eða OGC-WFS Web Feature Service.
URL: slóð á þjónustuna sett inn og þá kemur upp listi yfir þjónusturnar sem stofnunin er búin að útbúa. Smella á þjónustuna sem verður fyrir valinu, þannig að línan litist græn. Hægt er að velja fleiri en eina. Þá kemur heiti þjónustunnar sjálfkrafa í næsta reit fyrir neðan. Resource Name: IS_50V_samgongur_flakar o.s.frv. Nafnið skilar sér hins vegar ekki rétt inn í reitinn Description sem er sá næsti þar fyrir neðan. En maður getur breytt því.

 

Á myndinni er krossað yfir Choose or drop resource here (til hægri), því ekki þarf að huga að því í þessu tilfelli. Þarna hefur smámynd verið sett inn í skráninguna en því er lýst annars staðar í þessum leiðbeiningum.

Application profile þarf ekki að fylla út. Neðst er síðan grænn hnappur Update link sem nú er smellt á:

Gögnin ættu einnig að birtast á kortinu í Geonetwork. Smellt er á Add to map:

 

Það getur verið að kortið birtist svona:

 

Þá þarf maður að þysja inn á kortið og birtast gögnin á kortinu þegar það er stækkað, en það getur tekið smá tíma:

 

Skemmtilegra er að skoða gögnin í nýrri Landupplýsingagátt jafnvel ásamt öðrum gögnum sem eru þar til skoðunar. Það þarf að láta Landmælingar Íslands vita ef wms/wfs þjónustur eru fyrir hendi hjá viðkomandi stofnun þannig að hægt sé að tengja gögnin við Landupplýsingagátt.

Í kaflanum Landupplýsingagátt / OSKARI er útskýrt hvernig á að tengja á milli lýsigagna og viðkomandi gagnasetta í Landupplýsingagátt.


Til baka í Tilvísanir og tengingar