Smelltu á hnappinn Nýtt og smelltu svo á kortið til að hefja teikningu. Þú getur smellt á ESC á lyklaborði eða Hætta hnappinn á kortinu hvenær sem er ef þú vilt hætta við eða byrja upp á nýtt.
Til að auðvelda tengingu við aðra vegi þá límist endi línunnar sem er í teikningu við þá en hægt er að óvirkja þessa hegðun með því að smella á Óvirkja snap hnappinn. Til að virkja aftur er smellt á Virkja snap.
Tvísmelltu á kortið til að ljúka teikningunni.
Þó teikningu sé lokið er ennþá hægt að breyta henni með því að færa bendilinn á línuna og draga hana til. Ef færa á veg í heilu lagi þarf fyrst að velja Færa hnapp og svo er hægt að draga veg til á kortinu.
Þegar tekningu er lokið opnast reitir til að færa inn upplýsingar um veg. Þeir reitir sem eru stjörnumerktir eru skyldureitir sem notandi verður að fylla í til að hægt sé að vista nýjan veg.
Smellið á Vista tákn til að vista veginn. Til að hætta við er hægt að smalla á Hætta við tákn.