Skráningarform – sjálfgefið


Á myndinni hér fyrir neðan má sjá hvernig hluti af skráningarforminu lítur út þegar það er opnað. Reitir sem eru merktir með rauðri stjörnu verður að fylla út. Annað er valkvæmt.

Athugið að hægt er að eyða út þeim reitum sem nýtast ekki í skráningunni með því að smella á rauða „x“ merkið hjá reitunum sem birtist bara þegar farið er yfir skjáin með bendlinum og sést því ekki á myndinni hér fyrir neðan. Einnig er hægt að bæta við reitum með því að smella á svarta „+“ merkið sem er víða í forminu. Hvoru tveggja getur hins vegar orðið til þess að lýsigögnin komist ekki í gegnum „validate“ ferlið (hnappur á stikunni efst). Því er mælt með að byrja á að skrá í stjörnumerktu reitina og eyða ekki strax út. Það er samt alltaf hægt að byrja upp á nýtt, eyða skráningunni og ná aftur í sniðmátið.

 


Til baka í Lýsigagnagátt