Opin gögn


 

Hægt er að nálgast gjaldfrjáls gögn (opin gögn) Náttúrufræðistofnunar á niðurhalssíðu og í gegnum ýmis konar vefþjónustur. Þjónusturnar fylgja stöðlum OGC (Open Geospatial Consortium). Landupplýsingavefþjónninn GeoServer veitir aðgengi að WMSWFS  og WMTS þjónustum. Vefþjónustur eru m.a. notaðar af sérfræðingum á sviði landupplýsinga inn í landupplýsingakerfum, en þær eru einnig notaðar í kortasjám. Þessi leiðbeiningasíða byggist að mestu á að gögnin séu notuð í opna hugbúnaðinum QGIS sem er sérstaklega notendavænt kerfi, en gögnin er líka hægt að nota í öðrum landupplýsinga hugbúnaði.


Til baka á forsíðu