Eins og staðan er í dag eru flest gögn og þjónustur Landmælinga Íslands í ISN93. Til þess að þurfa ekki að velja ISN93 hnitakerfið í QGIS í hvert skipti sem nýrri þjónustu er bætt við er farið í Settings/Options…/CRS við það opnast Options|CRS valmyndin. Undir Always start new projection with following CRS þarf að finna EPSG:3057 og haka þarf við Use default CRS og finna EPSG:3057 á listanum. Að því loknu er smellt á ok og við það lokast valmynd. Næst þegar QGIS er opnað munu allar stillingarnar skila sér.
Fljótlega mun LMÍ taka upp nýtt hnitakerfi ISN2016 og þá munu þessar leiðbeiningar breytast.