WMS - Skoðunarþjónustur


Til þess að tengjast WMS þjónustum í QGIS er hnattartáknið WMStakn í tólastikunni til vinstri valið, við það opnast Add Layer(s) from a WM(T)S Server valmyndin. Til þess að búa til nýja tengingu er New valið, við það opnast önnur valmynd þar sem gefa þarf inn nafn undir Name, en þar má setja inn hvað sem er, en nafnið er hugsað fyrir notandann til þess að hafa skipulag á þeim þjónustum sem hann tengist. Einnig þarf að gefa upp URL þjónustu sem á að tengjast. Þar sem þjónustur LMÍ eru opnar þarf ekki að setja inn notendanafn eða lykilorð, en til þess að halda áfram er OK valið og við það lokast seinni valmyndin.

Til þess að eiga það ekki á hættu að slá slóðina vitlaust inn er hægt að afrita hlekkinn hér: http://gis.lmi.is/geoserver/wms

 

Nú er hægt að tengjast þjónustunni, en það er gert með því að velja connect. Við það að tengjast birtist langur listi af þjónustum. Til þess að fá sem besta yfirsýn yfir þjónusturnar sem í boði eru, er ekki vitlaust að byrja á að velja Abstract, þá eru gögnin flokkuð eftir þeim dálki. Þegar búið er að velja þjónustur með því einfaldlega að smella á línuna gera hana bláa er hakað við png möguleikan, en þetta er sérstaklega mikilvægt ef skoða á nokkur lög saman, en hann bíður upp á gegnsæi. Til þess að þjónusta líti sem best út og virki sem hraðast þarf að setja hana í rétt hnitakerfi en það er gert með því að fara í Change…

 

Hægt er að stilla QGIS hugbúnaðinn þannig að viðkomandi hnitakerfi sé sjálfvalið. Við það að smella á Change… birtist ný valmynd. Best er að fara beint í filter og slá inn 3057 þá birtist ISN93 hnitakerfið og til þess að velja það þarf að smella á textann og við það litast reiturinn blár. Til þess að loka kassanum aftur er farið í OK.

 

 

Til þess að kortaþjónustan birtist í kortagluggann er næst smellt á add og nú má loka valmyndinni með Close.

Nú eru gögnin komin í kortagluggann. Hægt er að fá upplýsingar um gögnin með því að velja i (information) hnappinn og smella svo á gögnin í kortaglugganum.


Til baka í Opin gögn