Landmælingar Íslands bjóða upp á nokkrar WMTS þjónustur, en þar er aðallega um að ræða kort þar sem búið er að raða saman mikið af gögnum, gömul rasterkort, örnefni og önnur þung gögn. Í QGIS er farið í sama hnapp og fyrir WMS. Eins og alltaf þegar búin er til tenging fyrir þjónustur þarf að velja New og við það opnast aftur Create new WMS connection valmyndin. Nú þarf aftur að gefa tengingunni nafn undir Name, en það má vera hvað sem er, en mikilvægt að urlið í URL sé rétt eins og má sjá hér að neðan. Í eldri útgáfum af QGIS þarf að nota lengri útgáfuna, en í nýrri útgáfum er styttri útgáfan notuð. Ef lengri útgáfan af linknum er notað þá þarf að haka við tvö valbox neðst inn í valmyndinni þ.e. Ignore GetMap/GetTile URI repored in capabilities og Ignore GetFeatureInfo URI reported in capabilities.
Til þess að slóðin sé ekki skrifuð vitlaust er ágætt að afrita linkinn hér: https://gis.lmi.is/geoserver/gwc/service/wmts?SERVICE=WMTS&REQUEST=GetCapabilities eða í nýrri útgáfum þá er nóg að gefa https://gis.lmi.is/geoserver/gwc/service/wmts
Þegar búið er að velja OK er hægt að velja þjónustuna og þá birtist listi af lögum og hnitakerfi sem í boði eru. Til þess að WMTS kortin séu hraðvirk og falleg er mikilvægt að kortaglugginn sé stilltur á sama hnitakerfi og WMTS þjónusturnar í boði eru. Eins og sjá má á myndinni hér að neðan að allar þjónusturnar að bjóða upp á EPSG:3057, en það er einmitt númerið fyrir ISN93. Hægt er að fá nánari upplýsingar um EPSG númerin hér. Nú er bara að velja þjónustu við hæfi með því að tvísmella.