Tengja við aðrar lýsigagnaskrár


Hægt er að tengja skráningar við aðrar lýsigagnaskráningar í Lýsigagnagáttinni.  Dæmið sem er notað hér fyrir neðan eru lýsigögn fyrir IS 50V Samgöngur, gagnasett Landmælinga Íslands.

Í dæminu á myndinni hér fyrir neðan, í upptalningunni undir associatedResources er tenging við lýsigögn gagnasettsins INSPIRE Transport Network (tn-ro) Iceland. Hér hefur einnig verið tengt við lýsigögn tveggja þjónusta, annars vegar Geoserver Landmælinga Íslands og hins vegar Niðurhalssíðu Landmælinga Íslands þar sem hægt er að ná í gögnin.

 

Child record: Athuga að tengt frá gagnasettinu INSPIRE Transport Network (tn-ro) Iceland við IS 50V Samgöngur, þ.e. frá Child record yfir í Parent record. Ef þetta er gert á þennan  hátt þá birtist tengingin sjálfkrafa í Parent record, sem í þessu tilfelli er IS 50V Samgöngur

Til þess að búa tengingarnar til eru lýsigögnin sett í ritham og smellt á Associated resources. Þá birtist þessi listi þar sem hægt er að velja hvað eigi að tengja:

 

Link to parent: tengir við lýsigögn gagna sem lágu til grundvallar gagnasettinu. Mælt er með því að tengja úr “source” yfir í “parent”. Þá birtist tengingin sjálfkrafa í “parent” gagnasettinu (sem í þessu dæmi er IS 50V Samgöngur).

Link to Service: tengir við lýsigögn þjónustu.

Link to a source dataset: Mælt er með því að tengja úr “source” yfir í “parent”. Þá birtist tengingin sjálfkrafa í “parent” gagnasettinu (sem í þessu dæmi er IS 50V Samgöngur).

Til að tengja við lýsigögn þjónustu er valið Link to a service og þá birtist listi yfir allar þjónustur sem hafa verið skráðar lýsigögn um í Lýsigagnagáttina. Í dæminu hér fyrir neðan má sjá báðar þjónusturnar í listanum sem á að tengja við. Velja eina þjónustu í einu og smella á Link to a Service.


Til baka í Tilvísanir og tengingar