Smelltu á veg á kortinu til að breyta. Ef smellt er á fleiri en einn veg þarf að velja veg úr listanum sem birtist vinstra megin við kortið.
Til að fara í breytiham þarf að velja Breyta tákn.
Þegar notandi hefur valið breytiham er hægt að uppfæra gildi í reitum og/eða uppfæra lögun vegar.
Til að auðvelda tengingu við aðra vegi þá límist endi línunnar sem er í teikningu við þá en hægt er að óvirkja þessa hegðun með því að smella á Óvirkja snap hnappinn. Til að virkja aftur er smellt á Virkja snap.
Til að afturkalla allar breytingar, bæði á legu og upplýsingum er hægt að smella á Endurstilla hnapp.
Smellið á Vista tákn til að vista breytingar. Til að hætta við er hægt að smalla á Hætta við tákn.
Færa veg
Til að færa veg þarf að byrja á að smella á Færa hnapp. Svo er hægt að smella á veg og færa til á kortinu.
Til að afturkalla/Endurgera (redo/undo) breytingar á legu vegar er hægt að smella á Afturkalla/Endurgera örva-tákn neðst í glugga vinstra megin við kortið.
Breyta lögun vegar
Hægt er að uppfæra lögun vegar með því að draga til línur á veginum sem er valinn. Ef Færa hnappur hefur verið valinn áður þarf að velja aftur Breyta hnapp til að breyta lögun í stað þess að færa veg.
Til að afturkalla/Endurgera (redo/undo) breytingar á legu vegar er hægt að smella á Afturkalla/Endurgera örva-tákn neðst í glugga vinstra megin við kortið.
Til að eyða hnút (vertex) þarf að halda niðri ALT á lyklaborði og velja hnút til að eyða.
Uppfæra upplýsingar
Hægt að uppfæra upplýsingar um veg með því að uppfæra gildi í reitum. Þeir reitir sem eru stjörnumerktir eru skyldureitir sem notandi verður að fylla í til að hægt sé að vista nýjan veg.